JAPANESE TEAHOUSE SERIES 2005 - 2009 catalogue text Aðalsteinn Ingólfsson
One man exhibition Sculpture and Wall Work. Gallery Sævars Karls, Reykjavík 17th - 30th October
JAPANSTRAUMUR IS / EN
Á undanförnum árum hefur Japan verið ofarlega í huga Guðrúnar Nielsen myndhöggvara, og tengist viðvarandi áhuga hennar á hreinum og klárum formum og hlutföllum, eiginleikum á borð við léttleika og jafnvægi og öllu því sem stuðlar að góðu innbyrðis skipulagi hlutanna. Þetta eru einmitt einkenni á umhverfis-og þrívíddarmótun í Japan, eins og hún birtist jafnt í fornum byggingum sem nútíma arkitektúr þar í landi. Þessu fylgir sparneytni í efnisnotkun, en það er einnig viðhorf sem stendur Guðrúnu nærri.
Guðrún kom fyrst til Japan árið 2003 og svo aftur tveimur árum seinna. Hins vegar má segja að hún hafi verið komin þangað í huganum nokkru fyrr, því árið 1998 hlaut hún verðlaun fyrir umfangsmikið umhverfisverk með japönsku sniði við gömlu herstöðina á Greenham Common, þar sem konur börðust árum saman fyrir upprætingu kjarnorkuvopna. Verkið, sem nefnist Changes, er risavaxið tilbrigði um japanskan origami pappírsskúlptúr af herþotu, sem smám saman er brotinn upp í frumeindir sínar.
Stuttu eftir förina til Japan 2003 var Guðrún fengin til að gera þrívíddarverk fyrir grasagarð háskólans í Leicester, og brá hún þá á það ráð að reisa þar tilbrigði um „óvirkt“ japanskt tehús. Það varð síðan kveikjan að öðru slíku tehúsi í Galleríi Sævars Karls árið 2005, svo og að japönsku tegarðshliði – Amigasamon – í Abbey House Gardens í Malmesbury árið 2007. Loks má geta um nýlegt (2008) þrívíddarverk Guðrúnar úr tré fyrir japanskan garð í Bretlandi, gert í japönskum stíl með hangandi Obi lindum.
Í öllum tilfellum lítur Guðrún á hina japönsku frumþætti verkanna sem hráefni fremur en hyllingu fjarlægrar og heillandi menningar. Framandleiki þeirra er henni tæki til að fá áhorfendur til að gaumgæfa tengsl sín við rými og efnivið með nýjum hætti, óbundnir af viðteknum „vestrænum“ viðhorfum til þessara þátta.
/
JAPAN CURRENT
In recent years sculptor Guðrún Nielsen has been fascinated with all things Japanese, which ties in with her enduring interest in clear and concise forms and proportions and qualities such as lightness and harmony, in short everything that contributes to the optimum balance of elements within the work at hand as well as the world without. These are qualities associated with the Japanese attitude to mass and space, as seen in their oldest buildings as well as their recent architecture. A fundamental aspect of this attitude is a certain spareness with regard to materials, which is also an attitude that Guðrún subscribes to.
Guðrún first came to Japan in 2003 and again two years later. In actual fact, she had probably made the journey to Japan mentally before going there in person. In 1998 she was give a prize for a large-scale environmental work with a Japanese slant to be place by the now defunct Greenham Common airfield, where women protested for years against nuclear proliferation. The work, entitled Changes, is essentially a set of gigantic origami pieces showing a military jet in the process of deconstruction.
Shortly after her second trip to Japan Guðrún constructed a variation on a „non-functioning“ teahouse for the Botanical Gardens of the university of Leicester. The Japanese influence emerges in subsequent pieces, for instance in another „non-functioning“ teahouse in the Saevar Karl Gallery in Reykjavik in 2005 and a Japanese tea garden gate, Amigasamon, erected in the Abbey House Gardens in Malmesbury in 2007. One of Guðrún´s most recent works (2008) is a wooden construction for a Japanese garden in Britain, designed in a traditional manner and incorporating traditional Obi banners.
In all of these works Guðrún looks upon their Japanese fundamentals as raw material, rather than a homage to a distant and fascinating culture. She uses their „foreignness“ as a kind of alienation effect, as a method of forcing viewers to reexamine their views on space and the material world, unfettered by traditional western attitudes to these entities.
Text Aðalsteinn Ingólfsson